Körfuboltakonan Alda Leif Jónsdóttir sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, hefur verið valin í stjörnuleikinn þar í landi af þjálfurum í deildinni. Alda er lykilkona í liði sínu sem er efst og taplaust í deildinni eftir 12 umferðir, en hún er ein fjögurra stúlkna úr liði Den Helder sem valdar voru í stjörnuliðið.
Alda Leif í stjörnuleikinn í Hollandi
