Robben hlýtur að vera hálsbrotinn 5. febrúar 2006 22:59 Rafa baðar út öngum sínum þegar Reina er sýnt rauða spjaldið. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira