Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá West Ham var í dag útnefndur leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni, en Ferdinand hefur verið eins og klettur í vörn liðsins á sínu fyrsta ári í deildinni. Hann skoraði auk þess glæsilegt mark í sigri West Ham á Fulham á dögunum og hefur nú verið orðaður við Barcelona á Spáni.
