Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar Helguson er búinn að skora bæði mörk Fulham sem er 2-0 yfir gegn West Brom og Middlesbrough hefur yfir 2-0 gegn Chelsea. Bolton hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Highbury, Everton er yfir 1-0 gegn Blackburn og Newcastle hefur yfir 2-1 á útivelli gegn Aston Villa.

