Forráðamenn Manchester City gáfu það út nú í kvöld að nýtt og endurbætt samningstilboð væri nú á borðinu fyrir miðjumanninn unga Joey Barton, sem fór einmitt á kostum í sigri liðsins á Charlton í dag. Barton móðgaðist og fór fram á að verða settur á sölulista hjá félaginu þegar hann sá fyrra tilboð félagsins.
"Þetta er örlítið hærra tilboð en það sem hann fékk um daginn, en ég held að það sem mestu máli skiptir er fyrir Joey sé að vera áfram hjá okkur. Hérna getur hann fengið gott tækifæri til að vaxa og dafna með liðinu," sagði Stuart Pearce, stjóri City og Barton sjálfur ku vera nokkuð bjartsýnn á að ganga frá samningnum fljótlega.