Erlendur verkamaður, sem hefur verið við vinnu á Selfossi um hríð, hefur verið sektaður fyrir tollagalagabrot Hann villti á sér heimildir þegar hann kom til landsins með Norrænu og fékk akstursheimild fyrir bíl sinn hér á landi án þess að þurfa að greiða fyrir. Hins vegar kom í ljós að hann var hér í fullri vinnu og notaði bílinn í tengslum við hana. Hið milda yfirvald í Árnessýslu leysti málið með dómssekt, án þess að vísa manninum úr landi
Verkamaður sektaður fyrir tollalagabrot
