Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Paletta þessi verður tvítugur eftir nokkra daga og hefur verið fastamaður í yngri liðum Argentínu. Hann kemur frá liði Banfield í heimalandi sínu.
