Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 31. sæti í svigi á Ólympíuleikunum í Tóríní en keppni er nýlokið. Svigið er hluti af alpatvíkeppninni en keppni í bruni var aflýst í dag vegna óveðurs á Ítalíu.
Dagný var í 35. sæti eftir fyrri ferðina en hún var samtals 11.38 sekúndum á eftir Marlies Schild sem vann keppnina en Janica Kostelic varð í öðru sæti. Keppninni í alpatvíkeppni lýkur svo á morgun þegar brunferðin verður háð og verður spennandi að fylgjast með framgangi Dagnýjar Lindu í brekkunum í Tórínó.
Hafnaði í 31. sæti í svigi
