Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar.
