Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins.
"Skórinn festist í andlitinu og því miður kom stór skurður rétt fyrir neðan augað. Ég vill biðjast afsökunar, þetta var algjört óhapp og enginn ásetningur. Ég vona að hann nái sér fljótt," sagði hinn brasilíski Beto, en hann var sá sem sparkaði óvart í Sisokko.
Sisokko var borinn af velli eftir 35 mínútna leik og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvelur enn og gengur undir margvíslegar rannsóknir.