Úrvalsdeildarlið Portsmouth sleppur við refsingu vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma, en þetta var kunngert í dag. Talið var að forráðamenn Portsmouth hefðu rætt ólöglega við Redknapp á meðan hann stýrði Southampton en knattspyrnusambandið hefur látið málið niður falla.

