Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram. Lögreglan réð lítið við ástandið en reyndi þó að halda lýðnum frá með því að sprauta á hann vatni. Þá var steinum kastað í lögreglumenn og slösuðust tveir í átökunum. Tónleikarnir fóru þó fram þrátt fyrir allt og var uppselt á þá sem þýðir að yfir fimmtíu þúsund manns hlýddu á þessa einu elstu rokkhljómsveit heimsins.
Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones
