Miðjumaðurinn Michael Carrick frá Tottenham verður í byrjunarliði Englands í æfingaleiknum við Úrúgvæ annað kvöld í stað Frank Lampard sem er meiddur á læri. Þá mun framherji Charlton Darren Bent byrja í framlínunni ásamt Wayne Rooney. Wayne Bridge mun leysa Ashley Cole af í stöðu vinstri bakvarðar.
Enska liðið verður því þannig skipað annað kvöld, í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn:
Paul Robinson (Tottenham), Gary Neville (Man Utd), John Terry (Chelsea), Rio Ferdinand (Man Utd), Wayne Bridge (Fulham), David Beckham (Real Madrid), Michael Carrick (Tottenham), Steven Gerrard (Liverpool), Joe Cole (Chelsea), Wayne Rooney (Man Utd), Darren Bent (Charlton)