Ashley Cole, leikmaður Arsenal, ætlar að fara í mál við tvö bresk dagblöð sem fyrir nokkru slógu því upp á síðum sínum að hann væri samkynhneigður. Cole ætlar að giftast unnustu sinni á næstunni og hefur neitað öllu sem blöðin skrifuðu um kynhneigð hans.
"Það er ótrúlegt að lesa þetta rusl sem blöðin hafa verið að skrifa um hann og Ashley Cole mun ekki láta svona ræfilsblaðamennsku ganga yfir sig lengur," sagði lögmaður hans.