Helst illa á ráðherrum 6. mars 2006 12:00 Síðasta ríkisstjórnin sem fór óbreytt í gegnum kjörtímabil var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 1974 til 1978. MYND/stjr.is Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira