Úrvalsdeildarlið Tottenham ku vera á höttunum eftir ungum miðjumanni að nafni Craig Bryson hjá Clyde í Skotlandi. Bryson þessi er 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Clyde í vetur. Hann skoraði meðal annars mark í fræknum sigri liðsins á Celtic í skoska bikarnum á dögunum.
"Bryson hefur verið að leika eins og engill í vetur og vill eðlilega skoða að komast að hjá stærra félagi í framtíðinni. Ég á nokkra vini fyrir sunnan sem segja mér að Tottenham sé eitt þeirra liða sem eru að spá í hann," sagði Graham Roberts, knattspyrnustjóri Clyde.