Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika 22. mars 2006 22:15 MYND/Róbert Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira