Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey 23. mars 2006 16:26 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira