Martin Jol, stjóri Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú tekið af allan vafa um orðróm um að félagið sé á höttunum eftir Djibril Cisse hjá Liverpool. Jol viðurkennir að Tottenham hafi íhugað að fá leikmanninn að láni í janúar, en segir af og frá að hann verði keyptur til London í sumar eins og umboðsmaður hans gaf í skyn í gær.
Hefur engan áhuga á Cisse
