Sundkappinn Örn Arnarson úr SH setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi í nótt á HM í sundi sem fram fer í Kína um þessar mundir, en keppt er í 25 metra laug. Örn synti 100 metrana á 53,17 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 38/100 úr sekúndu. Tímanum náði hann í undanrásum, en það nægði honum þó ekki til að komast í undanúrslitin.
Örn setti Íslandsmet

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


