Innlent

Vill vitnavernd í íslensk lög

Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi.

Jón Gerald Sullenberger sagði í símaviðtali við Fréttavaktina eftir hádegi nú rétt fyrir klukkan sex að hann forstjórar og fyrirmenn í íslensku viðskiptalífi hafi komið um borð í snekkjuna The Viking í boði Baugsmanna og þeir eigi að geta borið vitni þess efnis. Meðal þeirra sem hann taldi upp voru Ari Edwald sem þá var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigurður Einarsson, þáverandi forstjóri Kaupþingsog Bjarni Ármannsson þávernadi bankastjóri Fjárfestingabankans.

Jón Gerald segir ríkislögreglustjóra ekki hafa boðið sér vernd gegn uppljóstrun málsins og finnst honum vanta ákvæði um slíkt í íslenskum lögum.

Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni við fyrstu meðferð Baugsmálsins og finnst Jóni einkennilegt að hann skuli vera einn dómara þegar ákæruliðirnir nítján, sem ákært er fyrir að nýju, verða teknir fyrir. Vill Jón Gerald að Arngrími verði vikið úr dómarasæti og ætlar hann að mælast til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×