Umboðsmaður varnarmannsins Ashley Cole hjá Arsenal hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu vegna leynifundarins fræga sem Cole átti með forráðamönnum Chelsea í janúar á síðasta ári. Cole hefur þegar þurft að greiða risasekt vegna málsins líkt og Jose Mourinho stjóri Chelsea, en nú er röðin komin að því að taka umboðsmanninn í gegn vegna sama atviks.
