Alex Ferguson segist vænta þess að baráttan um enska meistaratitilinn verði mun harðari á næsta keppnistímabili og spáir því að sínir menn ásamt Arsenal muni veita Englandsmeisturum Chelsea miklu betri samkeppni en í ár.
"Ég held að deildarkeppnin verði miklu meira spennandi á næsta tímabili. Chelsea hefur vissulega úr miklu meiri fjármunum að moða en við eða Arsenal, en við höfum treyst á ungu leikmennina okkar og það hefur skilað okkur ágætlega. Það má ekki á milli sjá hvor okkar fékk meiri gagnrýni um jólaleytið - ég eða Arsene Wenger, en við erum reyndari stjórar en það að við látum svoleiðis hafa áhrif á okkur," sagði Ferguson.