Breska blaðið The Sunday Mirror greindi frá því í dag að Wayne Rooney skuldaði 700.000 pund vegna veðmála á þessu ári og hefur málið vakið mikla athygli á Englandi, þar sem landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur meðal annars ákveðið að kalla Rooney á sinn fund til að ræða þessar fréttir. Rooney var spurður út í þessar fréttir eftir leikinn við Arsenal í dag.
"Hef ég áhyggjur af þessu máli? Skoðið frammistöðu mína á vellinum í dag og þá held ég að þið getið svarað þessari spurningu sjálfir," svaraði Rooney, sem skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigri Manchester United á Arsenal.