Sheffield United tryggði sér í dag veru í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og það án þess að stíga inn á völlinn. Leeds náði aðeins jafntefli við Reading og það þýðir að Sheffield United fer beint upp í úrvalsdeild, en Leeds þarf í umspil. Sheffield United lék síðast á meðal þeirra bestu fyrir tólf árum síðan. Ívar Ingimarsson spilaði allan tímann með Reading og Brynar Björn Gunnarsson kom inn í lið Reading á síðustu mínútunum sem varamaður.
