Framherjinn Alan Shearer gæti hafa spilað sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni á ferlinum, en hann meiddist á fæti í leik Newcastle og Sunderland í dag. Hann fer í myndatöku á morgun og þá verður skorið um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Shearer sjálfur segist óttast að ballið sé búið, en hann hefur skorað 206 mörk í 404 leikjum fyrir Newcastle.
Ferill Shearer mögulega á enda
