Framherjinn Mido hjá Tottenham stefnir á að ná byrjunarliðssæti hjá liðinu fyrir leikinn gegn Arsenal um næstu helgi, en það er einhver mikilvægasti leikur Tottenham í háa herrans tíð. Mido hefur átt við erfið nárameiðsli að stríða og var hans sárt saknað í leiknum gegn Manchester United í gær. Martin Jol segir Mido líklega geta byrjað að æfa á fullu á næstu tveimur dögum og á von á að geta teflt honum fram gegn Arsenal um helgina.
Mido stefnir á að vera með gegn Arsenal

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn