Hermann Hreiðarsson hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að gefa Luis Boa Morte hjá Fulham olnbogaskot í leik Charlton og Fulham á dögunum. Hermann ákvað að áfrýja ekki dómi sambandsins og missir því af síðustu þremur leikjum sinna manna í deildinni.
