Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segir að fréttir ZDF í gær þess efnis að hann sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Chelsea séu þvættingur. Umboðsmaður hans tekur í sama streng og neitar alfarið að búið sé að skrifa undir eitt eða neitt - en segir þó að samingaviðræður gangi vel og reiknar með að allt verði í höfn fyrir HM í sumar eins og fyrirhugað var.
