
Sport
Rúrik í hópnum hjá Charlton
Rúrik Gíslason er í 18 manna hóp Charlton fyrir leik liðsins á morgun þegar það sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinn. Ekki kemur þó í ljós fyrr en á morgun hvort Rúrik verður á varamannabekk liðsins, en hann hefur náð sér ágætlega á strik með varaliði félagsins að undanförnu. Hermann Hreiðarsson verður sem kunnugt er í leikbanni út leiktíðina.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×