Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt.
Sjö aðrir voru teknir fyrir hraðakstur í höfuðborginni í nótt og í gærkvöldi og fjórir fyrir ölvunarakstur.