Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn.
"Campbell kemur inn í lið okkar á ný úr því að Senderos meiddist um helgina," sagði Arsene Wenger. "Það er auðvitað nokkur áhætta að henda honum svona beint inn í byrjunarliðið, því hann hefur ekki spilað lengi. Hann er í fínu standi líkamlega, en nokkuð vantar upp á leikæfinguna hjá honum."