Forráðamenn Newcastle ætla að láta Kieron Dyer hitta sérfræðing í Bandaríkjunum til að vera öruggir um að hann verði klár í slaginn á næstu leiktíð.
Dyer hefur átt í miklum meiðslavandræðum á núverandi tímabili og hefur komið 11 sinnum við sögu í leikjum Newcastle það sem af er. "Við verðum að fá hann góðan," segir Glen Roader, starfandi knattspyrnustjóri Newcastle.
"Hann er á leið til Bandaríkjanna til að hitta sérfræðing sem mun ekki sleppa Dyer fyrr en hann hefur fundið leið til að vinna bug á meiðslunum. Dyer verður að vera orðinn klár þegar undirbúningstímabilið hefst í sumar," segir Roader.