Brasilía gæti lent í vandræðum 26. apríl 2006 17:38 Lothar Matthaus NordicPhotos/GettyImages Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira
Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira