Fallbaráttan í algleymingi um helgina 28. apríl 2006 12:30 Þeir Steve Bruce og Bryan Robson fagna hér Englandsmeistaratitlinum með Manchester United árið 1993, en nú er öldin önnur og flest bendir til þess að þeir falli báðir í 1. deildina sem knattspyrnustjórar Birmingham og West Brom NordicPhotos/GettyImages Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni verður sannarlega í sviðsljósinu um helgina, en þá koma örlög Portsmouth, Birmingham og West Brom til með verða ráðin. Ljóst er að tvö af þessum liðum munu fylgja Sunderland í 1. deildina í vor og stjórar liðanna munu eflaust tjalda öllu til að krækja sér í dýrmæt stig um helgina. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikur liðsins gegn Newcastle á laugardaginn sé mikilvægasti leikur í sögu félagsins. Birmingham er tveimur stigum á eftir Portsmouth og fjórum stigum fyrir ofan West Brom í töflunni þegar tveir leikir eru eftir. West Brom fellur ef Birmingham gerir jafntefli um helgina og Bryan Robson segist gera sér fullkomlega grein fyrir því. "Við erum meira og minna fallnir," sagði Robson. Portsmouth getur hinsvegar tryggt veru sína í deildinni ef úrslit helgarinnar verða liðinu í hag, því ef Portsmouth leggur Wigan og Birmingham nær ekki að vinna Newcastle, eru lærisveinar Harry Redknapp sloppnir fyrir horn. Markið hjá Mendes vendipunkturinn "Ef einhver hefði boðið mér þessa stöðu mála fyrir tveimur mánuðum, hefði ég sannarlega þegið hana, " sagði Redknapp og sagði að vendipunkturinn á tímabilinu hjá Portsmouth hafi komið í 2-1 sigri liðsins gegn Manchester City. "Þann 11. mars skoraði Pedro Mendez glæsilegt sigurmark fyrir okkur á lokamínútunum gegn City og það var að mínu mati vendipunkturinn í ár. Ég held að þetta glæsilega mark hafi gert gæfumuninn fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina og ég er er hræddur um að við hefðum farið beint niður ef ekki hefði verið fyrir þetta mark," sagði Redknapp. Standast þeir pressuna? Steve Bruce hjá Birmingham segir að örlög liðsins ráðist á því hvort leikmennirnir standist pressuna á lokasprettinum. "Þetta veltur allt á því hvernig leikmennirnir halda á spöðunum. Við höfum vissulega spilað nokkra leiki síðan um jól þar sem við höfum nauðsynlega þurft að vinna. Við höfum reynt okkar besta til að vera jákvæðir og verðum að ná hagstæðum úrslitum um helgina - en það er ekkert leyndarmál að ég verð með annað augað á Portsmouth-leiknum," sagði Bruce. Robson hóflega bjartsýnn Bryan Robson er skiljanlega orðinn mjög vondaufur um að vinna það kraftaverka að halda liði sínu West Brom uppi annað árið í röð. "Það eru stærðfræðilegir möguleikar á því að við höldum okkur uppi, en það eru ekki leikirnir sem eftir eru sem komu okkur í þessa aðstöðu - það eru slæm úrslit í allan vetur. Við getum aðeins undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn West Ham á mánudaginn og vonað að úrslit helgarinnar verði okkur í hag."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira