Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist efast um að Wayne Rooney eigi eftir að geta spilað með enska landsliðinu á HM í sumar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea á dögunum.
"Maður veit auðvitað aldrei, en ég á mjög erfitt með að sjá Rooney spila á HM vegna þess hve langan tíma það tekur að jafna sig af meiðslum af þessu tagi. Við erum svo heppnir að missa hann bara í tvo leiki, en meiðsli hans eru gríðarlegt áfall fyrir enska landsliðið," sagði Ferguson