Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segist ætla að sitja sem fastast út næstu leiktíð hjá félaginu þó hann viðurkenni að einn daginn muni hann líklega selja restina af hlut sínum Alexandre Gaydamak. Harry Redknapp knattspyrnustjóri er ákveðinn í að halda áfram í starfi sínu svo lengi sem Mandaric heldur áfram og segist sá síðarnefndi ætla að einbeita sér að uppbyggingu æfingaaðstöðu og stúku félagsins á næsta ári.
Redknapp og Mandaric fara hvergi
