Harry Redknapp samþykkti í dag að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en samningurinn verður formlega undirritaður. Redknapp var samningslaus í gær eftir að liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu, en Redknapp tókst að bjarga liðinu frá falli eftir að útlitið hafði um tíma verið heldur dökkt í vetur.

