Úrslitaleikurinn í enska bikarnum í dag er að verða ansi sögulegur, en grípa þarf til framlengingar eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Lengst af leit út fyrir að West Ham færi með sigur af hólmi í leiknum, en Steven Gerrard var enn og aftur hetja þeirra rauðklæddu þegar hann skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti af 30 metra færi undir lokin.
Framlengt í Cardiff

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti