Liverpool vann í dag enska bikarinn í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham í dramatískum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þar var það markvörður liðsins Jose Reina sem var hetja dagsins þegar hann varði þrjár spyrnur West Ham-manna í vítakeppninni.
Reina hafði raunar átt afleitan dag á milli stanganna hjá Liverpool og fékk hann á sig tvö slysaleg mörk í venjulegum leiktíma. Annað var þó uppi á teningnum í vítakeppninni þar sem hann varði spyrnur þeirra Zamora, Konchesky og Ferdinand.