Seinna markið var algjör heppni hjá mér 15. maí 2006 19:45 Steven Gerrard viðurkennir að hann hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi þegar hann skoraði draumamarkið í úrslitaleik enska bikarsins um helgina NordicPhotos/GettyImages Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira