Mikil spenna skapaðist á íþróttamóti Sóta, sem fór fram á velli félagsins síðastliðinn laugardag. Flest úrslit voru jöfn og þurfti að ríða bráðabana í úrslitum í tölti fullorðinna. Í fjórgangi fullorðinna skákuðu konurnar körlunum og röðuðu sér í tvö efstu sætin. Eftir mótið var grillað á nýja pallinum við félagsheimilið og skemmtu menn, konur og börn sér langt fram eftir kvöldi.
Sjá nánar HÉR