Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal.