Lögreglumenn gripu mann sem ætlaði að brjótast inn í hús við Síðumúla í Reykjavík í nótt og náðu skömmu síðar bíl sem átti að nota til undankomu. Ökumaður hans og þjófurinn voru handteknir og verða þeir yfirheyrðir nánar. Á rúmum sólarhring hefur Reykjavíkurlögreglan handtekið samtals fimm innbrotsþjófa áður en þeir náðu að brjótast inn.
