Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea 31. maí 2006 21:22 Shevchenko er kominn til Chelsea NordicPhotos/GettyImages Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira