Jens Lehamann, markvörður þjóðverja er meiddur á ökkla en hann snéri sig í leiknum við Kosta Ríka í gær er Þjóðverjar unnu 4-2. Þjóðverjar eiga næst að spila við Pólland á miðvikudaginn. Oliver Kahn sem er núna markvörður númer tvö bíður tilbúinn til þess að taka við, en í leiknum í gær var Lehmann vel studdur af stuðningsmönnum þjóðverja en leikið var Allianz Arena sem er heimavöllur Bayern Munchen sem Kahn leikur með.
"Ég snéri mig á ökklanum og þetta verkjar aðeins. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er eins og staðan er núna. Ég naut mín vel í þessum leik. Stuðningsmenn Bayern Munchen tóku mér mjög vel og mér leið vel. Við áttum að gera betur varnarlega séð. Þetta er góð byrjun á mótinu fyrir okkur og ég er viss um að við lögum það sem fór úrskeiðis fyrir næsta leik," sagði Lehmann.