Leik Ítalíu og Gana er lokið með 2-0 sigri Ítalíu. Það var Adrea Pirlo sem kom Ítölum yfir á 40. mínútu með góðu skoti fyrir utan vítateig. Vincenzo Iaquinta skoraði seinna markið á 83. mínútu.
Ítalir spiluðu sóknarbolta aldrei þessu vant og uppskáru sanngjarnan sigur. Fyrri hálfleikurinn hjá Ítölum var sérstaklega vel leikinn og lagði grunninn að sigrinum.