Framherjinn sterki Henrik Larsson í sænska landsliðinu getur heldur betur skráð nafn sitt í sænskar sögubækur á fimmtudaginn þegar liðið mætir Paragvæ í b-riðlinum. Larsson mun að öllum líkindum jafna sænska landsleikjametið á HM þegar hann spilar sinn 11. leik fyrir Svía á þeim vettvangi og skori hann í leiknum, jafnar hann met Kennet Andersson yfir flest mörk skoruð á HM. Anderson skoraði 5 mörk á sínum tíma en Larsson og fimm aðrir leikmenn hafa skorað 4 mörk á HM.
Larsson getur komist í metabækurnar
