Chelsea hefur gefið Eiði Smára Guðjohnsen formlegt leyfi til að hefja samningaviðræður við spænsku meistarana Barcelona, en fréttatilkynning þess efnis var að birtast á heimasíðu félagsins. Það er því ljóst að landsliðsfyrirliðinn er kominn langt á veg með að ganga til liðs við Evrópumeistaranna.
