Innlent

20 ára fangelsi fyrir morð

Gísli Þorkelsson sem myrtur var í Suður Afríku á síðasta ári.
Gísli Þorkelsson sem myrtur var í Suður Afríku á síðasta ári. Mynd/Úr einkasafni

Hæstiréttur Jóhannesborgar hefur dæmt 44 ára konu í 20 ára fangelsi fyrir morðið á Íslendingnum Gísla Þorkelssyni. Gísli var myrtur í júlí á síðusta ári og lík hans falið í ruslatunnu. Konan játaði fyrir dómi aðild sína að morðinu en félagi hennar Willie Theron hefur neitað sök.

Desiree Oberholzer, sem dæmd hefur verið í 20 ára fangelsi fyrir morð, sagðist hafa verið á eftir peningum Gísla sem stundaði fasteignaviðskipti í Suður Afríku. Dómari við hæstarétt Jóhannesarborgar lýsti morðinu á Gísla sem þaulskipulagðu. Fjölmiðlar í Suður Afríku segja að Desiree Oberholzer hafi ekki sýnt nein svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×